Jörð skelfur undir Langjökli

Klukkan 22:12 í kvöld varð snarpur jarðskjálfti að stærðinni 4,6. Samkvæmt fyrstu vísbendingum Veðurstofunnar  átti hann upptök sín undir Langjökli, um 14 km suður af Eiríksjökli Skjálftinn fannst vel í uppsveitum Borgarfjarðar, allt á Akranes og í Stykkishólm, og samkvæmt öðrum fréttamiðlum og fólki á samfélagsmiðlum fannst hann einnig á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Tveir smærri skjálftar, upp á 1,6 stig hafa mælst á þessum stað síðasta sólarhringinn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir