Hefja rannsóknir varðandi uppbyggingu vindmyllugarðs

Qair Iceland ehf. hefur fengið stöðuleyfi fyrir gámi á jörðinni Hvammi í Norðurárdal, en þetta kemur fram í fundargerð byggingafulltrúa Borgarbyggðar frá því á þriðjudaginn. Gámurinn á að vera með mælibúnaði fyrir fuglarannsóknir og til veðurfarsrannsókna. Einnig á að koma fyrir um sex metra hárri vindmyllu og sólarsellum á gáminn til að knýja áfram mælitækin. En mælibúnaðinn á að nota til rannsóknar vegna fyrirhugaðra áforma um að reisa vindorkugarðinn Múla á svæðinu.

Eins og auglýst var í Skessuhorni í gær stendur til að halda opinn kynningarfundur um verkefnið fimmtudaginn 10. febrúar en vegna Covid-19 verður fundurinn sendur út rafrænt. Íbúar og aðrir hagsmunaaðilar eru hvattir til að kynna sér verkefnið og fylgjast með fundinum en hann verður aðgengilegur í streymi á vefslóðinni efla.is/streymi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir