Rökkrið færðist yfir og síðdegis 1. desember var kveikt á ljósunum. Jólatréð sómir sér vel í myrkrinu og íslenski fáninn blaktir við hún á fullveldisdaginn. Ljósm. tfk.

Jólatréð komið upp í Grundarfirði

Meðlimir í Lionsklúbbi Grundarfjarðar settu upp jólatré bæjarins á dögunum og er það tekið í nágrenni bæjarins. Tréð var svo skreytt eftir kúnstarinnar reglum og voru ljósin svo tendruð við lágstemmda athöfn í gær, 1. desember. Örfá börn voru á svæðinu en það aftraði þeim ekki frá að taka lagið og hlaupa nokkra hringi í kringum tréð þó engir jólasveinar hafi látið sjá sig í þetta skiptið, enda eru þeir mögulega í sóttkví eða einangrun uppi í fjalli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir