Fréttir
FKA óskar eftir tilnefningum um konur í atvinnulífinu Félag kvenna í atvinnulífinu, FKA, óskar nú eftir tilnefningum fyrir viðurkenningarhátíð sem haldin verður í janúar næstkomandi þar sem komur úr atvinnulífinu verða heiðraðar. „Við viljum fá nöfn kvenna af landinu öllu, en hægt er að senda inn tilnefningar til og með 25. nóvember nk,“ segir í tilkynningu. „FKA kallar eftir tilnefningum frá almenningi og atvinnulífinu sem dómnefnd mun meta og á endanum velja konur sem hljóta FKA þakkarviðurkenningu, FKA viðurkenningu og FKA hvatningarviðurkenningu. Áhersla er lögð á sem breiðastan bakgrunn. Við skipan dómnefndar Viðurkenningarhátíðar FKA er leitast við að einstaklingar hafi sem breiðastan bakgrunn í aldri, reynslu, búsetu og uppruna. Það er í fullu samræmi við stefnu FKA í víðasta skilningi orðsins og eina vitið ef við ætlum að beina kastaranum að ólíkum konum um land allt,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA. Úrslit verða kynnt á FKA Viðurkenningarhátíðinni 20. janúar 2022 sem fram fer á Grand Hótel Reykjavík. Hægt er að tilnefna á heimasíðu FKA til og með 25. nóvember 2021.

FKA óskar eftir tilnefningum um konur í atvinnulífinu

Loading...