Ónotaðir kjörseðlar voru taldir í húsnæði Lögreglunnar á Vesturlandi í morgun. Ljósm. ruv.is/emgd

Töldu ónotaða kjörseðla og funda í kjölfarið

Í morgun mættu þrír nefndarmenn, alþingismenn sem sitja í undirbúningsnefnd fyrir rannsókn kjörbréfa, í Borgarnes. Erindi þeirra var að fylgjast með fulltrúum úr yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis og sýslumanninum á Vesturlandi telja ónotaða atkvæðaseðla frá þingkosningunum 25. september. Kjörseðlarnir höfðu verið geymdir í innsiglaðri fangageymslu á lögreglustöðinni í Borgarnesi. Ákveðið hafði verið að telja seðlana til að stemma fjölda þeirra af við fjölda þeirra sem voru notaðir í kosningunum.

Um hádegisbil koma svo aðrir þingnefndarmenn í Borgarnes og mun nefndin funda á Hótel Borgarnesi í dag. Meðal annars mun þingnefndin ræða við yfirkjörstjórn og starfsfólk Hótels Borgarness.

Líkar þetta

Fleiri fréttir