Vefur Skessuhorns lá niðri um tíma í dag

Um tveggja tíma skeið eftir hádegið í dag lá fréttavefur Skessuhorns niðri. Það skýrist af því að fyrirtæki í Ameríku, sem hýsir vefumsjónarkerfið sem vefurinn er byggður í, virðist hafa orðið fyrir netárás. Nú eru vonir bundnar við að tekist hafi að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig. Lesendur eru beðnir velvirðingar á þessu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir