Á myndinni eru frá vinstri: Örn, Svanhildur, Finnbogi, Lára og Atli. Stefán bróðir þeirra lést í júní á þessu ári. Ljósm. þa.

Bekkur gefinn til minningar um Björgu og Alexander

Þann 26. september síðastliðinn færðu börn og tengdabörn Bjargar H. Finnbogadóttur og Alexanders Stefánssonar Snæfellsbæ bekk að gjöf til minningar um foreldra þeirra en þennan dag voru 100 ár liðin frá fæðingu Bjargar. Hún var fædd á Búðum en flutti með foreldrum sínum til Ólafsvíkur árið 1926 þegar faðir hennar keypti verslunarhúsin þar. Alexander fæddist í Ólafsvík 6. október 1922. Þau hjón eignuðust sex börn og var Björg húsmóðir en var einnig organisti Ólafsvíkurkirkju um árabil. Alexander starfaði sem kaupfélagsstjóri Kaupfélagsins Dagsbrúnar, síðar sveitarstjóri Ólafsvíkurhrepps og loks alþingismaður og ráðherra. Bekkurinn er staðsettur við Pakkhúsið í Ólafsvík.

Líkar þetta

Fleiri fréttir