Hátíð í kvöld á Fosshóteli í Stykkishólmi

Opnunarhátíð verður á Fosshóteli í Stykkishólmi í kvöld, föstudaginn 17. september, í tilefni opnunar á nýendurbættum ráðstefnu-, tónleika- og veislusal á hótelinu. Húsið opnar síðdegis. Klukkan 16:30 er gestum frjálst að skoða hótelið, herbergi, bar og nýuppgerða salinn og Ölgerðin býður upp á glaðning fyrir börn og fullorðna. Klukkan 17 hefst formleg dagskrá með ávarpi og tónlistaratriðum úr Hólminum. Þau László Petö, Lárus Ástmar Hannesson, Kristjón Daðason, Þórhildur Pálsdóttir og Sveinn Arnar Davíðsson munu syngja og spila fyrir gesti. Á veitingastað hótelsins verður tilboð á þriggja rétta matseðli og þarf að panta borð. Klukkan 20 í kvöld verða tónleikar þar sem bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór ætla að halda uppi stuðinu. Frítt verður inn og tónleikarnir verða sendir út í beinni á Bylgjunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir