Sigríður Bjarnadóttir úr stjórn kkd. Skallagríms innsiglar hér endurnýjaðan samning við Ólaf Þorra Sigurjónsson. Ljósm. Skallagrímur.

Fjórir leikmenn Skallagríms verða áfram með liðinu á næsta tímabili

Penninn var á lofti í herbúðum körfuknattleiksdeildar Skallagríms í liðinni viku. Ákveðið var að endurnýja samninga við fjóra leikmenn sem munu leika með meistaraflokki karla á komandi leiktíð. Þetta eru þeir Marinó Þór Pálmason, Ólafur Þorri Sigurjónsson, Almar Örn Björnsson og Alexander Jón Finnsson.

Atli Aðalsteinsson og Hafþór Ingi Gunnarsson skipa þjálfarateymi liðsins en gerður var þriggja ára samningur við þá félaga í fyrra og munu þeir því stýra liðinu áfram.

Vænta má fleiri frétta af leikmannamálum Skallagríms á komandi dögum er fram kemur á Facebook síðu félagsins.

 

Hinn ungi Alexander Jón Finnsson innsiglar samning sinn við félagið. Ljósm. Skallagrímur.

 

Marinó Þór Pálmason leikstjórnandi heldur áfram með þeim gulu og grænu. Ljósm. Skallagrímur.

 

Heimamaðurinn Almar Örn Björnsson tekur slaginn með Skallagrími á næstu leiktíð. Ljósm. Skallagrímur.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir