Simmi í vinnunni hjá ÞÞÞ. Ljósm,. vaks

Maður getur nánast samið hvað sem er í gegnum tölvur

Sigurvin Haraldsson er fæddur árið 1986 og ólst upp á Akranesi en flutti til Akureyrar árið 2010. Hann flutti aftur á Skagann fjórum árum síðar en fluttist til Reykjavíkur fyrir fjórum árum og býr þar með konu og fósturbarni. Foreldrar hans heita Haraldur Ásgeir Ásmundsson og María Gunnarsdóttir og Simmi, eins og Sigurvin er oftast kallaður, á þrjú systkini. Simmi er búinn að vera í skemmtanabransanum í rúm 20 ár bæði sem plötusnúður og skemmtikraftur. Hann hefur síðustu ár verið að vinna hjá Bifreiðastöð ÞÞÞ á Akranesi en í hjáverkum hefur hann síðustu tvö til þrjú ár verið að reyna fyrir sér í raftónlistinni undir nafninu Luminate. Simmi kíkti í spjall á ritstjórn Skessuhorns í síðustu viku og var fyrst spurður hvernig það hafi komið til að hann fór að gefa út tónlist.

„Luminate er verkefni sem ég hef verið að gæla við í þónokkuð mörg ár. Fyrsta lagið sem ég samdi undir nafninu Luminate heitir King Of Light og er á smáskífunni War Of The Kingdome. Upphaflega ætlaði ég að senda það í íslensku Eurovision keppnina. Ég var búinn að fá söngvara sem gerði textann og fékk Haffa Haff til að aðstoða mig með lagið. En einhvern veginn fór þetta að spinna út frá sér og svo varð ekkert úr Eurovision laginu og ég hélt áfram með þetta.“

Simmi talar um tónlist í viðtali sem má finna í Skesshorni sem kom út á miðvikudaginn. 

Líkar þetta

Fleiri fréttir