Nýja bryggjan. Ljósm. Borgarbyggð.

Ný flotbryggja í Borgarneshöfn

Faxaflóahafnir hafa látið útbúa nýja flotbryggju í Borgarneshöfn. Á vef Borgarbyggðar segir að á síðasta ári hafi sveitarfélaginu borist ábending um að bæta þyrfti aðstöðuna við höfnina í Borgarnesi, sem smábátaeigendur og aðrir nýta til afþreyingar. Flotbryggjan sem var áður í höfninni var stór og þung og eftir að hafnarkanturinn eyðilagðist í sjógangi síðastliðinn vetur var flotbryggjan fjarlægð. Þessi nýja flotbryggja er léttari og minni en hin fyrri og á að þola betur álagið. Um er að ræða tvo tréflota sem ganga upp og niður eftir bitum við hafnarþilið.

Fyrir um mánuði stóðst nýja flotbryggjan svo stöðugleikapróf. Í gær var svo flotbryggjan sett niður og er unnið að því að ljúka frágangi við hana svo hægt verði að taka hana í notkun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir