Lionsmenn færðu björgunarsveitinni gjafir

Björgunarsveitin Lífsbjörg í Snæfellsbæ og unglingadeildin Drekinn fengu nýverið góðar gjafir frá Lionsklúbbi Nesþinga og Lionsklúbbi Ólafsvíkur. Fékk Lífsbjörg að gjöf frá Lionsklúbbi Nesþinga fjóra hjálma og gleraugu sem nýtast vel á sexhjól, sleða og buggybíl sveitarinnar. Frá Lionsklúbbi Ólafsvíkur fékk unglingadeildin Drekinn þrjá þurrgalla sem koma að góðum notum þegar farið er með ungmenni til dæmis út á bátum sveitarinnar eða til að leika sér í vötnum. Einnig keypti sveitin þrjá galla og eru því til sex þurrgallar fyrir unglingadeildina. Meðfylgjandi myndir voru teknar við afhendingu gjafanna.

Líkar þetta

Fleiri fréttir