Mjólkurbikarinn. Ljósm. Hafliði Breiðfjörð, Fótbolti.net

RÚV sýnir bikarkeppni í knattspyrnu frá sumrinu 2022

Knattspyrnusamband Íslands hefur gert samning við RÚV um útsendingarétt frá bikarkeppni KSÍ frá árinu 2022 til og með 2026. Nú er Stöð2 Sport með sýningarréttinn. „KSÍ og Íslenskur toppfótboli, ÍTF, óskuðu í síðasta mánuði eftir tilboðum í útsendingaréttindi tveggja efstu deilda Íslandsmóts karla og kvenna sem og Bikarkeppni beggja kynja. Fjölmargir aðilar, innlendir og erlendir, sýndu áhuga á þessum réttindum og ljóst er að íslensk knattspyrna er eftirsótt sjónvarpsefni.  Önnur réttindi, svo sem streymisréttur, nafnaréttur og útsendingaréttur erlendis, fara í sambærilegt ferli í byrjun sumars og er ætlunin að ljúka samningum þar að lútandi í haust,“ segir í frétt á vef KSÍ.

Haft er eftir Guðna Bergssyni formanni KSÍ að sambandinu þyki ánægjulegt og jákvætt að bikarkeppnin verði aðgengileg í sjónvarpi allra landsmanna. Þá er haft eftir Hilmari Björnssyni, íþróttastjóra RÚV, að Ríkissjónvarpið ætli að sýna frá bikarkeppni bæði kvenna og karla í knattspyrnu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir