Meðfylgjandi er mynd af slökkvistari á tólfta tímanum í dag. Ljósm. glh.

Búið að slökkva eld sem kom upp í N1 í Borgarnesi

Slökkvistarfi er nú lokið í þaki verslunar og veitingastaðar N1 í Borgarnesi. Tilkynnt var um reyk úr þaki hússins laut fyrir klukkan 10 í morgun. Talið er að eldurinn hafi kviknað þegar verið var að hita þakpappa við framkvæmdir á þaki hússins. Slökkvistarf gekk vel að sögn Heiðars Arnar Jónssonar varaslökkviliðsstjóra. Þó reyndist snúið fyrir slökkviliðsmenn að komast að eldsupptökum í þakinu og þurfti að rífa hluta af nýrri klæðningu. Samhliða var húsnæðið reykræst til að draga úr skemmdum af völdum reyks. Húsið var rýmt á meðan slökkvistarf stóð yfir og því var enginn í hættu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir