Slökkviliðsmenn eru hér nýlega mættir á svæðið. Ljósm. glh.

Bruni í þaki N1 í Borgarnesi

Allt tiltækt lið Slökkviliðs Borgarbyggðar í Borgarnesi var ræst út fyrir skömmu vegna reyks sem lagði frá þaki N1 í Borgarnesi. Búið er að rýma húsið og eru slökkviliðsmenn að störfum á þaki hússins. Enginn er því í hættu. Vinna við þakviðgerðir hefur staðið yfir. Mikinn reyk leggur frá þakinu. Nánari frétta er að vænta síðar í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir