Fékk styrk til að efla kynfræðslu í Grunnskóla Borgarfjarðar

Grunnskóli Borgarfjarðar hlaut á dögunum styrk úr Sprotasjóði til að þróa heildstæða kynfræðslu fyrir alla nemendur skólans. Um er að ræða verkefni sem ber heitið; „Við-heildstæð kynfræðsla með áherslu á sjálfsmynd og líkamsmynd.“ Þetta er samstarfsverkefni GBF og leikskólans Hnoðrabóls. Verkefnið er í höndum Þóru Geirlaugar Bjartmarsdóttur, kennara við Grunnskóla Borgarfjarðar, og er hún þegar byrjuð að kenna öllum nemendum frá 5.-10. bekk í GBF kynfræðslu. „Ég er í raun bara svo heppin að stjórnendur við skólann leyfðu mér að prófa að kenna kynfræðslu fyrir 5.-10. bekk í öllum deildum. En ég lauk diplómagráðu í kynfræði frá HÍ vorið 2019, með áherslu á kynfræðslu. Núna þegar við höfum fengið þennan styrk er ætlunin að fara með þessa kennslu alveg niður í fyrsta bekk og jafnvel elstu börnin í leikskólanum, auk þess sem starfsfólk fær aukinn aðgang að fræðslu,“ segir Þóra Geirlaug í samtali við Skessuhorn.

Þóra Geirlaug segir nánar frá þessu verkefni í viðtali í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir