Eldur kom upp í nýlegum bíl

Síðdegis í gær kom upp eldur í mælaborði á nýlegum Kia bíl hvar hann stóð í Flóahverfi á Akranesi. Eigandi bílsins hafði nýlega sest upp í bíl sinn og sett í gang þegar hann heyrði smell og eldur gaus upp í mælaborði. Að sögn Jens Heiðars Ragnarssonar slökkviliðsstjóra voru lögreglumenn fyrstir á vettvang og höfðu tæmt úr duftslökkvitæki inn í bílinn og að mestu slökkt eldinn þegar slökkviliðsmenn mættu á vettvang. Bíllinn er að sögn Jens Heiðars illa farinn ef ekki ónýtur.

Líkar þetta

Fleiri fréttir