Baldur í slipp í maí

Ákveðið hefur verið að Breiðafjarðarferjan Baldur fari í slipp í byrjun maí. Í tilkynningu frá Sæferðum kemur fram að um sé að ræða hefðbundna og reglulega slipptöku sem framkvæmd er annað hvert ár. Baldur verður tekinn í slipp 3. maí og verður í tvær vikur. Áætlað er að siglingar hefjist svo að nýju 17. maí. Þarþegabátnum Særúnu verður siglt til Flateyjar í fjarveru Baldurs.

Líkar þetta

Fleiri fréttir