Vagn Ingólfsson og Matthías Páll Gunnarsson hefja störf í maí. Ljósm. Snæfellsbær.

Ráðnir í störf húsvarða í Snæfellsbæ

Nýverið gekk Snæfellsbær frá ráðningu tveggja starfsmanna í störf húsvarða við íþróttamannvirki og grunnskóla sveitarfélagsins. Kristinn Jónasson bæjarstjóri segir í samtali við Skessuhorn að bætt sé við einu stöðugildi en það sé vegna skipulagsbreytinga og breyttu vinnutímafyrirkomulagi í kjarasamningum. Húsverðir munu leysa hvorn annan af og þá mun húsvörður í íþróttamannvirkjum taka vaktir í sundlaug og yfir sumartímann á knattspyrnuvellinum. Kristinn var ánægður með að til starfanna réðust tveir hörkukarlar, sem hafa lengi verið til sjós. Matthías Páll Gunnarsson verður húsvörður í í íþróttamannvirkjum og Vagn Ingólfsson í Grunnskóla Snæfellsbæjar. Þeir munu hefja störf í maí.

Líkar þetta

Fleiri fréttir