Ragnar Frank hefur stundað jöklamælingar í Öræfum síðustu tuttugu ár. Hér er hann við jaðar Skeiðarárjökuls. Ljósm. úr einkasafni.

„Tel mig geta lagt mörgum lið í að spara tíma og fjármuni“

Ragnar Frank Kristjánsson hefur unnið víða í stjórnsýslukerfum landsins og nýverið lét hann af störfum sem sviðsstjóri skipulagssviðs Borgarbyggðar og hefur nú sett á stofn ráðgjafarfyrirtækið RFK-ráðgjöf sem hann telur að geti komið mörgum að gagni. Hann er borinn og barnfæddur í Hafnarfirði, rétt í nágrenni við St. Jósefsspítala. Segist vera alinn upp við að standa með Haukum, græddi peninga á því að vera sumarsjómaður á trillu, en fyrst og fremst ann hann náttúrunni og vill að hún njóti vafans. Að eigin áliti segist Ragnar vera lausnamiðaður framkvæmdakarl sem vilji láta verkin tala.

Á góðviðrisdegi er kíkt í heimsókn að Hvanneyri, þar sem þau hjón, Ulla Rolfsigne Pedersen og Ragnar, hafa komið sér vel fyrir með fádæma fögru útsýni úr húsi sínu meðal annars yfir Skarðsheiði, Skessuhorn og Brekkufjall. Hænur vappa í gerði í bakgarðinum, svartþröstur deilir með þeim gerðinu eða gerir sig heimakominn upp við húsdyr, fuglar njóta gjafa í garðinum og hundurinn horfir með spekingslegri ró á allt saman, en hann kvaddi í haust. Yfir öllu vaka svo húsráðendur sem ekki vilja að kettir nágrannanna komi og spilli heimilisfriðnum.

Sjá áhugavert mannlífs- og atvinnuviðtal við Ragnar Frank í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir