Æfðu í flæðarmálinu í samkomutakmörkunum

Eins og kunnugt er voru samkomutakmarkanir hertar til muna 25. mars síðastliðinn. Eitt af því sem lagðist af voru íþróttir með snertingu. Mega nú hvorki börn né fullorðnir æfa íþróttir sem krefjast nándar og snertingar. Strákarnir í meistaraflokki karla hjá Víkingi Ólafsvík hafa því brugðið á það ráð að skipta sér niður og gera það sem hægt er og má utanhúss. Tóku þeir nýverið hlaupaæfingu í fjörunni og létu kuldann ekki á sig fá þegar ljósmyndari átti leið framhjá. Samkvæmt upplýsingum á vef KSÍ eru útiæfingar heimilar svo fremi sem ákvæði um nándarmörk og hámarksfjölda séu virt sem og notkun búnaðar og sameiginlegra snertiflata. Fóru strákarnir auðvitað að öllum þessum fyrirmælum á æfingunni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir