Stefán Vagn og Lilja Rannveig sigurvegarar í póstkosningu Framsóknar

Talningu atkvæða í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðulandskjördæmi vestra lauk í kvöld. Tíu manns gáfu kost á sér. Kosið var um fimm efstu sæti listans fyrir komandi alþingiskosningar. Á kjörskrá voru 1995. Kosningaþátttaka var 58%

Þau sem hlutu kosningu voru:

  1. Stefán Vagn Stefánsson hlaut 580 atkvæði í fyrsta sæti
  2. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hlaut 439 atkvæði í fyrsta og annað sæti
  3. Halla Signý Kristjánsdóttir hlaut 418 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti
  4. Friðrik Már Sigurðsson hlaut 526 atkvæði í fyrsta til fjórða sæti
  5. Iða Marsibil Jónsdóttir hlaut 563 atkvæði í fyrsta til fimmta sæti
Líkar þetta

Fleiri fréttir