Stormviðvörun við Breiðafjörð

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris við Breiðafjörð frá því síðdegis á morgun og fram á nóttina. Spáð er sunnan stormi 20 – 25 m/s á Snæfellsnesi. Búast má við mjög snörpum vindhviðum, staðbundið yfir 30 m/s. „Varasamt er fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind að vera á ferð [sem og ferjur með eina aðalvél, innskot blm.] og fólk hvatt til þess að sýna aðgát,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir