Hér er verið að ýta vélarvana Baldri að bryggju í Stykkishólmi síðastliðinn föstudag. Ljósm. SÁ.

Líkur á að Baldur sigli á miðvikudag

Ný túrbína í Breiðafjarðarferjuna Baldur kom til landsins í gær. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að reiknað sé með að skipið geti hafið reglulegar siglingar strax á miðvikudag. Þetta er sagt með fyrirvara um að viðgerð gangi samkvæmt áætlun, segir í upplýsingum frá Sæferðum sem reka Baldur. Búið er að taka túrbínuna frá og svo virðist sem lega hafi gefið sig en þörf er á að skipta túrbínunni út. Reiknað er með viðgerð í dag, reynslusiglingum á morgun og, sem fyrr segir, gangi allt upp verði reglulegar siglingar teknar upp á miðvikudag. Baldur bilaði á Breiðafirði síðastliðinn fimmtudag og draga þurfti skipið í höfn í Stykkishólmi. Skipið var 26 tíma á sjó í þeirri sjóferð.

Líkar þetta

Fleiri fréttir