Tveir flutningabílar skemmdir eftir velting í Baldri

Tveir flutningabílar urðu fyrir skemmdum við dvölina í ferjunni Baldri á Breiðafirði í vonskuveðri í nótt. Festingar slitnuðu og skullu bílarnir utaní. Brotnuðu meðal annars rúður. Meðfylgjandi myndir af bílunum tók Sumarliði Ásgeisson, fréttaritari Skessuhorns í Stykkishólmi, nú þegar Baldur kom loks að höfn í Hólminum um klukkan 14 í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir