
Almannavarnadeild hvetur fólk til að kynna sér varnir og viðbúnað
Sterk jarðskjálftahrina gengur nú yfir Reykjanes og höfuðborgarsvæðið og hafa skjálftarnir fundist um allt Vesturland og Suðvesturland. Stærsti skjálftinn var 5,7 að stærð en fjölmargir skjálftar frá 4,5 á Richterskvarða að auki.
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur fólk til þess að kynna sér varnir og viðbúnað vegna jarðskjálfta.