Sveinn Arnar Sæmundsson og Halldór Benjamín Hallgrímsson. Skjáskot af Facebook síðu Garða- og Saurbæjarprestakalls.

Söngurinn er besta geðlyfið

-segir Halldór Hallgrímsson sem ræðir um sjúkraflutninga, tónlist, íþróttir og sitthvað fleira

Halldór Benjamín Hallgrímsson, Dóri Hallgríms, hefur ýmislegt fyrir stafni. Hann var fyrst ráðinn inn sem smiður á Sjúkrahús Akraness en er nú deildarstjóri húsnæðis og tækja hjá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, auk þess að starfa sem sjúkraflutningamaður. Ekki má gleyma húsbandi HVE, Handymen, en þar leikur Dóri á gítar og syngur. Þá syngur Dóri með Kór Akraneskirkju og stundum einsöng við athafnir í kirkjunni. Dóri hleypur einnig mikið og stundar fótbolta og golf. Blaðamaður settist niður með Dóra og bað hann að segja aðeins frá sjálfum sér, en víkjum fyrst að kórstarfinu.

Halldór vakti talsverða athygli þegar hann flutti ásamt öðrum félögum úr Kór Akraneskirkju, Daníel Friðjónssyni, Sveini Arnari Sæmundssyni og Ingþóri Bergmann Þórhallssyni sem sá um mynd og hljóð, lagið „Minn bátur“ eftir norska söngvarann Björn Eidsvåg við eigin texta. Laginu var streymt á Allra heilagra messu í helgistund í Akraneskirkju 1. nóvember á síðasta ári en þann dag er látinna minnst. Sveinn Arnar Sæmundsson kórstjóri setti flutninginn inn á Facebook þar sem það fékk mikið áhorf og verið deilt margsinnis. Höfundur lagsins, Björn Eidsvåg, er mörgum Íslendingum að góðu kunnur en sumir hafa kallað hann Bubba Morthens þeirra Norðmanna. Hann er prestur, lagahöfundur og vinsæll söngvari og hefur gefið út meira en 25 plötur á ferli sem hefst árið 1976. Myndband af flutningi lagsins Minn bátur má finna á Facebook síðu Garða- og Saurbæjarprestakalls svo og á Youtube síðu Akranesskirkju.

Hlekkur á lagið Minn dagur á Facebook síðu Garða- og Saurbæjarprestakall

Á Akranesi alla tíð

„Ég er borinn og barnfæddur Akurnesingur, fæddur árið 1959 og hef búið á Akranesi alla tíð ef undan eru skilin örfá ár sem fjölskyldan bjó í Reykjavík. Eiginkona mín er Guðrún Hróðmarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á skurðdeild HVE og eigum við þrjú börn, Hróðmar sem býr á Akranesi, Sigurbjörgu sem býr á Akranesi en er að flytja með fjölskylduna til Reykjavíkur og Hilmar sem stundar nám í Bandaríkjunum. Barnabörnin eru orðin þrjú og tvö fóstur barnabörn og eitt fóstur barna barna barn.“

Dóri byrjaði í menntaskóla á sínum tíma, en tók námið ekki nógu alvarlega, hætti og fór í smíðanám í FVA og á verksamning hjá föður sínum. „Eftir það fluttum við til Reykjavíkur þegar Guðrún fór í hjúkrunarskólann. Þar lauk ég meistaraskólanum en við fluttum fljótlega aftur upp á Skaga enda hvergi betra að vera.“ Dóri hefur starfað á við Heilbrigðisstofnun Vesturlands, HVE, áður Sjúkrahús Akraness, frá árinu 1987.

Rætt við Dóra í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir