Allir samþykktu ný sóttvarnalög

Frumvarp Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra til breytinga á sóttvarnalögum var samþykkt á Alþingi í liðinni viku með öllum greiddum atkvæðum. Með lagabreytingunni er kveðið skýrar á um til hvaða ráðstafana er heimilt að grípa vegna farsóttarhættu og útbreiðslu smits, í hvaða tilvikum og með tilliti til meðalhófssjónarmiða. Markmið breytinganna er að tryggja að slíkar skerðingar á stjórnarskrárvörðum réttindum fólks styðjist við viðhlítandi lagaheimild og séu ekki framkvæmdar nema í þágu almannahagsmuna eða til verndar heilsu eða réttindum annarra. Með lagabreytingunni er kveðið á um að meðan á sóttvarnaaðgerðum stendur skuli ráðherra upplýsa Alþingi um sóttvarnaaðgerðir með mánaðarlegri skýrslugjöf hafi aðgerð varað lengur en í tvo mánuði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir