Samið um bóluefni frá CureVac

Undirritaður hefur verið samningur Íslands um kaup á bóluefni lyfjaframleiðandans CureVac  gegn COVID-19 sem dugir fyrir um 90.000 einstaklinga. Vonir standa til að afhending bóluefnisins geti hafist á öðrum fjórðungi þessa árs, að undangengnu mati Lyfjastofnunar Evrópu og útgáfu markaðsleyfis en bóluefnið er nú í fasa III í prófunum. Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu kemur fram að bóluefnið er af sömu gerð og bóluefni Pfizer og Moderna, að því leyti að hluti af RNA erfðaefni veiru er notað til að vekja mótefnasvar hjá bólusettum einstaklingum. Bólusetja þarf hvern og einn tvisvar sinnum með bóluefninu til að ná fullri virkni.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir