Laugar í Sælingsdal. Ljósm. mm.

Starfsemi fyrirhuguð í hluta húsa á Laugum í Sælingsdal

Fyrirtækið Heilsusköpun ehf. hefur fengið hluta húsakosts á Laugum í Sælingsdal í Dölum á leigu fyrir starfsemi sína. Stefnan er að færa nýtt líf í húsin sem að mestu hafa staðið ónotuð síðustu misserin. Það eru þær Erla Ólafsdóttir og Harpa Einarsdóttir sem standa að Heilsusköpun ehf. og hafa þær að eigin sögn marga skemmtilega drauma um þá starfsemi sem þær vilja vera með á Laugum. „Við erum í viðræðum við fagfólk um að koma að starfseminni með okkur og er það allt í ferli ennþá. Til að byrja með ætlum við að leigja aðstöðuna út fyrir ýmsa hópa, til dæmis sjálfsvinnuhópa, jógahópa eða í raun hvaða hópa sem er,“ útskýrir Erla í samtali við Skessuhorn. Hún bætir við að fyrsti hópurinn sé væntanlegur nú síðustu helgina í febrúar. Sjálfar munu þær verð innan handar fyrir hópana á svæðinu og jafnvel í einhverjum tilfellum taka þátt í því sem hóparnir ætla að gera sé þess óskað, t.d. að bjóða upp á fræðslu eða einhverjar meðferðir.

Nánar verður rætt við þær Erlu og Hörpu í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Heba Bjarg er dúx FVA

Föstudaginn 28. maí voru 55 nemendur brautskráðir frá Fjölbrautaskóla Vesturlands. Heba Bjarg Einarsdóttir var með bestan námsárangur á stúdentsprófi með... Lesa meira

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150... Lesa meira