Samþykkja að meta kostnað við færanlegar leikskólastofur

Á fundi byggðarráðs Borgarbyggðar síðastliðinn fimmtudag var m.a. rætt um viðbrögð við biðlistum eftir leikskólaplássum í Borgarnesi. Tillaga sviðsstjóra fjölskyldusviðs felur í sér að keyptar verði færanlegar kennslustofur við Ugluklett til að bregðast við ástandinu. „Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga til samninga um kaup á færanlegum kennslustofum. Málið verði lagt fyrir byggðarráð að nýju á næsta fundi þess, þegar fyrir liggja tölulegar forsendur vegna kaupa og uppsetningu kennslustofa,“ segir í bókun frá fundi byggðarráðs.

Líkar þetta

Fleiri fréttir