Ganga til góðs í FVA – alla leið til Tene!

Frá 15. janúar hafa nemendur og starfsfólk í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi verið að ganga til góðs og stefna á að ganga, hlaupa, hjóla og synda 4.000 kílómetra. Átakið stendur til 15. febrúar. Um er að ræða jafn langa vegalengd og er frá Akranesi til Tenerife. „Fyrst enginn kemst til Tenerife þá ætlum við í FVA að taka höndum saman og ganga vegalengdina til Tene,“ segir í tilkynningu frá skólanum. Markmið verkefnisins er að auka hreyfingu og kolefnisjafna ímyndaðar flugferðir til Tenerife í leiðinni. En öll áheit sem safnast fyrir kílómetrana renna óskert til Skógræktarfélags Akraness og verða notuð til að gróðursetja í nærumhverfi bæjarins. Eru því allir hvattir til að heita á nemendur og starfsfólk FVA með frjálsum framlögum.

Áhugasamir geta farið inn á vefsíðuna www.kolvidur.is og fundið þar reiknivél til að reikna út kolefnisjöfnun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir