Hulda Gestsdóttir og Sigurður Már Sigmarsson veita viðurkenningunni viðtöku.

Heilbrigðisstarfsmenn eru Skagamenn ársins

Þorrabót Skagamanna var haldið í kvöld. Þorrablótinu var streymt að þessu sinni. Að venju var Skagamaður ársins tilkynntur. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri, kynnti Skagamann ársins eða öllu frekar Skagamenn ársins. Það er heilbrigðisstarfsfólk sem eru Skagamenn ársins. Sævar Freyr sagði meðal annars í ávarpi sínu: „Heilbrigðisstarfsfólk stóð í framlínunni og setti líf sitt í hættu til þess að hjálpa okkur hinum.“ Það voru þau Hulda Gestsdóttir hjúkrunarfræðingur og Sigurður Már Sigmarsson sjúkraflutningamaður sem veittu viðurkenningunni viðtöku fyrir hönd heilbrigðisstarfsfólks.

Líkar þetta

Fleiri fréttir