Efnilegt knattspyrnufólk valið í U-16 æfingahóp

Þrjár ungar og efnilegar knattspyrnukonur af Vesturlandi hafa verið valdar til úrtaksæfinga U16 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu. Þær eru Lilja Björk Unnarsdóttir og Ylfa Laxdal Unnarsdóttir frá ÍA og Eyrún Embla Hjartardóttir frá Víkingi Ó. Þá hefur Logi Mar Hjaltested frá ÍA hefur verið valinn til úrtaksæfinga U16 ára landsliðs karla í knattspyrnu. Æfingarnar fara fram 20.-22. janúar í Skessunni í Hafnarfirði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir