Ljósm. Alfons Finnsson.

Fyrsti aflinn á nýju ári lofar góðu

Netabáturinn Ólafur Bjarnason SH kom að landi í Ólafsvík um klukkan 14:30 á laugardaginn og landaði fyrsta afla ársins í Snæfellsbæ. Aflinn var 11,5 tonn að sögn Orra Magnússonar stýrimanns og fékkst hann í 63 net. „Þetta er allt bolta þorskur,“ sagði Orri brosmildur og bætti við að þetta hafi verið góð byrjun á nýju ári og vonandi aukist aflinn bara úr þessu. Allur fiskurinn fór í vinnslu hjá Valafelli sem gerir bátinn út.

Skömmu eftir að Ólafur kom að landi kom netabáturinn Bárður SH með góðan afla, en nokkrir línubátar voru þá enn á sjó.

Líkar þetta

Fleiri fréttir