Víða rafmagnstruflanir

Rafmagnstruflun eru í kvöld í gangi í dreifikerfi rafmagns víða á Vesturlandi. Samkvæmt tilkynningu frá Rarik er verið að vinna í að byggja upp kerfið eftir útslátt nú fyrir skömmu. Meðal annars er rafmagnslaust í Borgarnesi, Borgarfirði og á Snæfellsnesi.

Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Vesturlandi í síma 528 9390 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Líkar þetta

Fleiri fréttir