Jakob Svavar hefur unnið til fleiri verðlauna fyrir hestaíþróttir en tölur eru til um. Ljósm. úr safni.

Jakob Sigurðsson er knapi ársins

Jakob Svavar Sigurðsson var valinn knapi ársins 2020, en valið var kunngjört í höfuðstöðvum LH í Laugardal skömmu fyrir jól. Jakob átti gott ár á bæði keppnisbraut og kynbótavelli og sýndi sem fyrr prúða og fagmannlega reiðmennsku, segir í umsögn.

Knapar ársins vöru sömuleiðis valdir í fleiri greinum. Efnilegasti knapi ársins er Glódís Rún Sigurðardóttir, íþróttaknapi ársins Ragnhildur Haraldsdóttir, gæðingaknapi ársins er Hlynur Guðmundsson, kynbótaknapi ársins er Árni Björn Pálsson og skeiðknapi ársins er Konráð Valur Sveinsson. Keppnishestabú ársins var valið Árbæjarhjáleiga 2, bú Kristins Guðnasonar og Marjolijn Tiepen.

Líkar þetta

Fleiri fréttir