F.v. Haukur Smári Ragnarsson, Gunnar Smári Ragnarsson, Jón Björgvin Jónsson og séra Aðalsteinn Þorvaldsson.

Mokuðu fyrir vatnsbrunni í Afríku

Í síðustu viku snjóaði talsvert áður en það hlýnaði aftur og íbúar Grundarfjarðar þurftu að taka á honum stóra sínum við að hreinsa snjó af tröppum og gangstígum fyrir framan hús sín. Þá tóku nokkrir duglegir drengir sig til og gengu í hús og buðust til að moka tröppur og innkeyrslur gegn vægri þóknun. Allur ágóði af mokstrinum rann svo til góðs málefnis. Drengirnir mokuðu án afláts allan daginn og uppskáru væna summu sem safnað var í bauk. Þriðjudagskvöldið 8. desember var svo farið með baukinn heim til séra Aðalsteins Þorvaldssonar sem fékk það verkefni að koma honum áleiðis á réttan stað. Séra Aðalsteinn bauð drengjunum inn í mjólk og smákökur sem þakklætisvott en allur ágóðinn af snjómokstrinum var settur í uppbyggingu á vatnsbrunnum í Afríku á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir