Tjaran safnaðist á dekkin á bílnum hjá Ívari.

Vara við tjörublæðingu á þjóðvegi eitt

Á heimasíðu Vegagerðarinnar er varað við tjörublæðingu á þjóðvegi 1, meðal annars í Norðurárdal ofan við Bifröst. Ívar Örn Smárason bílstjóri deildi myndum á Facebook síðu sinni sem sýnir hvernig tjara hefur safnast utanum dekkin á bílnum hans. Þá setur hann inn mynd sem sýnir hvernig bíllinn hans var útlítandi eftir daginn, með tvíbrotna framrúðu og brotinn stuðara. Einnig setti hann inn myndband af snjómokstursbíl að skafa þurrt malbikið, líklega til að moka tjörublæðingunni af veginum. Margir hafa skrifað athugasemdir á Facebook síðu Ívars og deilt þar myndum af dekkjunum sínum sem eru þakin tjöru.

Hér sést hvernig hann nær að skafa tjöruna af með fingrinum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir