Varafli komið fyrir á fjarskiptastöðum

Varaafl hefur verið bætt á 68 fjarskiptastöðum um land allt í fyrri áfanga við umfangsmiklar endurbætur. Tilgangurinn er að efla rekstraröryggi í fjarskiptum eftir mikil óveður sem gengu yfir landið í desember 2019. Settar hafa verið upp 32 nýjar fastar vararafstöðvar, rafgeymum bætt við á tíu lykilskiptistöðvum fjarskipta, tenglar fyrir færanlegar rafstöðvar settir upp á 26 stöðum, ljósleiðaratengingum fjölgað og ýmsar endurbætur gerðar á öðrum stöðum.

Varaaflsverkefninu var skipt í tvo áfanga. Í fyrra áfanganum var unnið að verkefnum á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi. Stefnt er að því að 100 milljónir króna bætist við verkefnið á næsta ári. Þá verður hugað að varaaflstöðvum á Suðurlandi, Vesturlandi og suðvesturhorninu. Þó hefur þegar tekist gera ýmsar úrbætur á Vestur- og Suðurlandi í tengslum við fyrri áfangann en þeirri vinnu verður haldið áfram. Hér á Vesturlandi var í fyrri áfanga verkefnisins bætt varaafl á tveimur stöðum í Dalabyggð; á Laxárdalshálsi og Tjaldanesi í Saurbæ.

Líkar þetta

Fleiri fréttir