F.v. Gunnar Kristjánsson, Kristján Magni Oddsson og Þorkell Máni Þorkelsson hljóðmaður. Ljósm. tfk.

Aðventudagur kvenfélagsins með breyttu sniði

Í áraraðir hefur Kvenfélagið Gleym mér ei í Grundarfirði staðið fyrir aðventudegi fyrsta sunnudag í aðventu. Þá hefur tíðkast að vera með leikfangahappdrætti, markað og tónlistaratriði svo eitthvað sé nefnt. Nú hefur sú ákvörðun verið tekin að dagurinn verði með breyttu sniði þetta árið. Dregið verður í jólahappdrættinu á veraldarvefnum ásamt því að snjallratleikur verður um bæinn. Svo verða fagrir jólatónar sendir út á netinu alla sunnudaga fram að jólum og aukatónleikar á Þorláksmessu. Þeir Gunnar Kristjánsson og Kristján Magni Oddsson voru við upptökur í Samkomuhúsi Grundarfjarðar þegar að fréttaritari rak inn nefið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir