Appelsínugul viðvörun um vestanvert landið til miðnættis

Í gildi er nú appelsínugul viðvörun fyrir allt Faxaflóa- og Breiðafjarðarsvæðið vegna suðvestan storms og éljagangs. Þetta ástand varir fram undir miðnætti í kvöld. Við Faxaflóa er nú suðvestan 18-25 m/s og gengur á með dimmum vélum. Mjög lítið skyggni er í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Fjallvegir á svæðinu gætu orðið ófærir. Búast má við hækkaðri sjávarstöðu vegna áhlaðanda. Í nótt verður heldur minni vindur á svæðinu en skyggni slæmt og afleit akstursskilyrði. Við Breiðafjörð er sömuleiðis appelsínugul viðvörun til kl. 23 í kvöld samhliða dimmum éljum. Mjög lítið skyggni í éljum og því varasöm akstursskilyrði. Fjallvegir á svæðinu gætu orðið ófærir.

Líkar þetta

Fleiri fréttir

Fjölgar í einangrun

Lítilsháttar hefur nú fjölgað þeim sem eru í einangrun með Covid-19 á Vesturlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi nú... Lesa meira