Ungmenni að leik. Ljósm. akranes.is

Bæjarstjórn unga fólksins fundaði í síðustu viku

Bæjarstjórnarfundur unga fólksins á Akranesi var haldinn í 19. skipti þriðjudaginn 17. nóvember. Í ljósi aðstæðna fór fundurinn fram í fjarfundi. Í bæjarstjórn unga fólksins tóku sér sæti að þessu sinni þau Helgi Rafn Bergþórsson fulltrúi Tónlistarskólans á Akranesi, Ylfa Örk Davíðsdóttir fulltrúi Hvíta hússins, Hanna Bergrós Gunnarsdóttir fulltrúi Arnardalsráðs, Jóel Þór Jóhannesson fulltrúi nemendaráðs Grundaskóla, Ísak Emil Sveinsson fulltrúi nemendaráðs Brekkubæjarskóla, Guðjón Snær Magnússon fulltrúi ungmenna 20 ára og eldri, Helena Rut Káradóttir fulltrúi ungmenna með fötlun, Gylfi Karlsson fulltrúi NFFA og Ísak Örn Elvarsson fulltrúi ÍA. Að auki voru mætt á fundinn fulltrúar úr bæjarstjórn Akraness og bæjarstjóri.

Í Skessuhorni sem kom út í dag er sagt frá efni framsöguerinda unga fólksins, en óhætt er að segja að komið hafi verið víða við.

Líkar þetta

Fleiri fréttir