Tröllaskagahólf bætist í hóp skilgreindra riðusvæða

Í ljósi staðfestra riðutilfella í Tröllaskagahólfi hefur Matvælastofnun nú skilgreint hólfið í heild sinni sem riðusýkt hólf næstu 20 árin. Tröllaskagahólf bætist því í listann yfir riðusýkt varnarhólf á landinu en fyrir eru Vatnsneshólf, Húna- og Skagahólf, Suðurfjarðahólf, Hreppa- Skeiða- og Flóahólf og Biskupstungnahólf.

Þegar riðuveiki er staðfest taka gildi ýmsar takmarkanir gildi samanber reglugerð um útrýmingu á riðuveiki. Til dæmis er nú óheimilt að flytja sauðfé til lífs milli hjarða og að flytja milli bæja innan hólfsins hvaðeina sem getur borið smitefni milli staða, svo sem hey, heyköggla og hálm, húsdýraáburð, túnþökur og gróðurmold nema með leyfi héraðsdýralæknis og að uppfylltum ýmsum skilyrðum. Þau skilyrði lúta að því að hey sé allt í plöstuðum stórböggum eða rúllu, þökur séu aðeins notaðar á svæðum þar sem sauðfé kemst ekki að, ull sé ekki flutt milli bæja nema með leyfi héraðsdýralæknis. Einnig mega fjárklippur, markatengur, lyfjadælur og annar tækjabúnaður ekkiv era fluttur milli svæða nema héraðsdýralæknir hafi staðfest viðhlýtandi sótthreinsun.

Líkar þetta

Fleiri fréttir