Ellefu greindust með Covid í gær

Ellefu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, samkvæmt uppfærðum tölum á covid.is. Alls eru nú 70 sem liggja á sjúkrahúsi með veiruna og þar af eru þrír á gjörgæslu. Einn lést á Landsspítalanum í gær vegna Covid-19 og hafa nú 24 látist hér á landi vegna veirunnar frá upphafi faraldursins.

569 manns eru nú í einangrun vegna covid og 1.076 eru í sóttkví í dag. Nýgengi innanlandssmita er nú 129 sem er töluverð lækkun frá því í gær þegar það var 142,1.

Líkar þetta

Fleiri fréttir