
Steypt á höfninni
Starfsmenn Almennu umhverfisþjónustunnar voru önnum kafnir við steypuvinnu á bryggjunni í Grundarfirði í blíðviðrinu síðasta mánudag. Ágætis gangur er í framkvæmdum við höfnina en Borgarverk hefur lokið sínum verkhluta og eru starfsmenn þess horfnir á braut í bili. Almenna umhverfisþjónustan hefur nú tekið við keflinu og á meðan vel viðrar er góður gangur í verkinu.