
33 smit innanlands
Alls greindust 33 með Covid-19 innanlands í gær. Af þeim voru 20 í sóttkví við greiningu, sem samsvarar 61%.
Í dag liggur 21 á sjúkrahúsi vegna kórónaveirunnar, þar af þrír á gjörgæslu. Fram kom á upplýsingafundi almannavarna að af þeim þremur sem eru á gjörgæslu séu tveir í öndunarvél.
Alls eru 1.159 í einangrun með Covid-19 í dag og fækkar um tæplega 50 frá því í gær. Þá eru 2.452 í sóttkví og fjölgar um ellefu milli daga.