Gonzalo Zamorano fagnar marki í leik með Víkingi Ó. á liðnu sumri. Ljósm. úr safni/ af.

Gonzalo farinn frá Víkingi

Framherjinn Gonzalo Zamorano hefur kvatt lið Víkings Ó., en hann samdi við liðið öðru sinni fyrir yfirstandandi leiktíð. Fótbolti.net greinir frá. Gonzalo hefur spilað vel með Ólafsvíkingum á árinu, skorað 14 mörk í 22 leikjum í deild og bikar.

Útséð er að Víkingur mun leika áfram í næstefstu deild á næsta ári, en liðið situr í 9. sæti 1. deildar með 19 stig eftir 20 leiki. Þá ríkir óvissa um það hvort mótið verður klárað vegna Covid-19 faraldursins. Fótbolti.net greinir frá því að Gonzalo vilji leika áfram á Íslandi, en hefur hug á að spila í efstu deild. Hann lék með ÍA í Pepsi Max deildinni síðastliðið sumar en fann ekki fjölina sína og skoraði ekkert mark í 20 leikjum en í flestum þeirra kom hann inn á sem varamaður. Í kjölfarið samdi hann aftur við Ólafsvíkinga og er þeirrar skoðunar að hann hafi leikið sinn besta leik hérlendis á liðnu sumri.

Líkar þetta

Fleiri fréttir