Tvö störf án staðsetningar auglýst í nýju skólaþróunarteymi

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hefur auglýst eftir tveimur sérfræðingum til starfa í nýju skólaþróunarteymi sem starfa mun þvert á fagskrifstofur menntamála og er einkum ætlað að fylgja eftir áherslum í nýrri menntastefnu til ársins 2030. Athygli vekur að bæði þessi störf eru skilgreind án staðsetningar sem gefur möguleika á því að þau geti verið unnin hvar sem er á landinu. Auglýsing starfa án staðsetningar á vegum ráðuneytis og stofnana er liður í aðgerðum stefnumótandi byggðaáætlunar til ársins 2024. Markmið er að fyrir árslok 2021 séu 5% auglýstra starfa án staðsetningar og í árslok 2024 séu 10% auglýstra starfa án staðsetningar.

Þetta nýja teymi sérfræðinga mun heyra undir skrifstofu skóla-, íþrótta- og æskulýðsmála og er ætlað að starfa í fimm ár hið minnsta. Um full störf er að ræða og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar um störfin má finna á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Líkar þetta

Fleiri fréttir