Guðmundur Runólfsson og Ingibjörg Sigríður Kristjánsdóttir eiginkona hans við mynd sem listmálarinn Baltasar Samper málaði að beiðni barna þeirra og var hún færð Guðmundi að gjöf þegar hann varð 70 ára. Módelið er af bátnum Hring SI-34.

Aldarminning Guðmundar Runólfssonar birt í Skessuhorni í dag

Síðastliðinn föstudag voru 100 ár frá fæðingu Guðmundar Runólfssonar (f. 9.10.1920 – d. 1.2.2011) skipstjóra og útgerðarmanns í Grundarfirði. Guðmundur er einn af frumkvöðlum Grundarfjarðar og er ævistarf hans samofið uppbyggingu byggðarinnar þar sem stendur með miklum blóma í dag. Guðmundur var gerður að heiðursborgara Grundarfjarðar árið 2010 en með því vildi bæjarstjórn Grundarfjarðar sýna honum þakklæti fyrir lífsstarf hans og framlag til byggðar og mannlífs í Grundarfirði.

Í Skessuhorni sem kom út í dag er myndskreytt æviminning Guðmundar Runólfssonar, grein sem Sigurður Már Jónsson blaðamaður skrifaði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir